Ástralía og Belgía í undanúrslit

Alanna Smith átti stórleik fyrir Ástralíu.
Alanna Smith átti stórleik fyrir Ástralíu. AFP/Damien Meyer

Ástralía og Belgía eru búin að tryggja sér sæti í undanúrslitum í körfuknattleik kvenna á Ólympíuleikunum í París með því að vinna góða sigra í átta liða úrslitum í dag.

Í undanúrslitum mætir Ástralíu sigurvegaranum úr leik Bandaríkjanna og Nígeríu. Belgía mætir sigurvegaranum úr viðureign Þýskalands og Frakklands.

Ástralía mætti Serbíu í morgun og vann öruggan sigur, 85:67.

Alanna Smith átti stórleik í liði Ástralíu er hún var stigahæst í leiknum með 22 stig auk þess að taka 13 fráköst.

Belgía mætti Spáni í hádeginu og vann þægilegan sigur, 79:66.

Emma Meesseman og Kyara Linskens skoruðu báðar 19 stig fyrir Belgíu. Meesseman tók auk þess níu fráköst og gaf sex stoðsendingar og Linskens tók átta fráköst.

Stigahæst í leiknum var Megan Gustafson með 21 stig og sjö fráköst fyrir Spán.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert