Sé engin næstu skref eins og er

Erna Sóley Gunnarsdóttir ræðir við þjálfara sinn Brek Christensen.
Erna Sóley Gunnarsdóttir ræðir við þjálfara sinn Brek Christensen. Kristinn Magnússon

Erna Sól­ey Gunn­ars­dótt­ir keppti á sín­um fyrstu Ólymp­íu­leik­um er hún var á meðal þátt­tak­enda í kúlu­varpi í Par­ís.

Á meðan marg­ir af keppi­naut­um Ernu eru í fullu starfi við að stunda íþrótt­ina er staðan önn­ur hjá Mos­fell­ingn­um.

„Ef ég vil vera á meðal þeirra bestu þarf ein­beit­ing­in að vera al­gjör­lega á íþrótt­inni. Það væri frá­bært ef ég gæti fengið þannig aðstoð að ég gæti verið í þessu í fullu starfi,“ sagði Erna við mbl.is og hélt áfram.

„Þær sem ég keppi við eru í þessu í fullu starfi á meðan ég þarf að sjá fyr­ir mér með litl­um vinn­um. Það væri æðis­legt að vita að þegar ég er kom­in ákveðið framar­lega að ég myndi byrja að fá borgað. Eins og er sé ég eng­in næstu skref. Von­andi kem­ur það í gegn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert