Svipt bronsinu og varð fyrir kynþáttaníði

Jordan Chiles með bronsverðlaunin sem hún fékk ekki að eiga.
Jordan Chiles með bronsverðlaunin sem hún fékk ekki að eiga. AFP/Gabriel Bouys

Banda­ríska fim­leika­kon­an Jor­d­an Chi­les hef­ur átt erfiða daga. Hún var svipt brons­inu sem hún fékk fyr­ir að enda í þriðja sæti í gol­fæf­ing­um á Ólymp­íu­leik­un­um í Tókýó vegna dóm­aram­istaka.

Í kjöl­farið hef­ur hún orðið fyr­ir kynþátt­aníði, en Chi­les tjáði sig um at­vik und­an­far­inna daga á sam­fé­lags­miðlin­um X.

„Mér finnst þetta enn þá ósann­gjarnt og til að bæta gráu ofan á svart hef ég orðið fyr­ir kynþátt­aníði á sam­fé­lags­miðlum. Það er rosa­lega sárt. Ég hef lagt líf og sál í þessa íþrótt,“ skrifaði hún m.a.

Chi­les get­ur huggað sig við að hún fór með gull heim frá Par­ís því hún var hluti af banda­ríska liðinu sem vann liðakeppn­ina í frönsku höfuðborg­inni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert