Ólympíugull og brúðkaup

Stine Bredal Oftedal, önnur frá hægri, með ólympíugullið.
Stine Bredal Oftedal, önnur frá hægri, með ólympíugullið. AFP/Sameer Al-Doumy

Norska hand­knatt­leiks­kon­an Stine Bre­dal Of­te­dal átti vænt­an­lega bestu viku lífs síns því hún vann ekki aðeins ólymp­íug­ull í Par­ís held­ur gifti hún sig líka.

Nor­eg­ur varð Ólymp­íu­meist­ari kvenna í hand­bolta með sigri á Frakklandi. Þórir Her­geirs­son þjálf­ar norska liðið.

Vik­an hjá eig­in­mann­in­um Rune Dahm­ke var ekki mikið síðri því hann fékk silf­ur með Þýska landsliðinu, sem Al­freð Gísla­son þjálf­ar.

Gull, silf­ur og brúðkaup í sömu vik­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert