Henry segir starfi sínu lausu

Thierry Henry hefur sagt starfi sínu lausu.
Thierry Henry hefur sagt starfi sínu lausu. AFP/Philippe Lopez

Thierry Henry hef­ur sagt starfi sínu sem þjálf­ari U21 árs landsliðs Frakk­lands í fót­bolta lausu. Und­ir stjórn Henry endaði franska liðið í öðru sæti Ólymp­íu­leik­anna í Par­ís fyrr í mánuðinum.

Knatt­spyrnu­sam­band Frakk­lands greindi frá í dag og sagði Henry hafa óskað eft­ir því að hætta með liðið vegna per­sónu­legra ástæðna.

Er Henry hrósað í yf­ir­lýs­ingu sam­bands­ins, þar sem tekið er fram að Frakk­land hafði ekki leikið til úr­slita á Ólymp­íu­leik­un­um frá því í Los Ang­eles árið 1984 þar til Henry tók við. 

Fram­herj­inn fyrr­ver­andi var áður aðstoðarþjálf­ari A-landsliðs Belg­íu og aðalþjálf­ari Montreal í Kan­ada og Mónakó í heima­land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert