Missti af jarðarför föður síns

Emil Nielsen er einn besti markvörður heims í dag.
Emil Nielsen er einn besti markvörður heims í dag. AFP/Sameer Al-Doumy

Hand­knatt­leiks­markvörður­inn danski Emil Niel­sen missti föður sinn á meðan á Ólymp­íu­leik­un­um í Par­ís stóð. Danska liðið varð ólymp­íu­meist­ari eft­ir sig­ur á því þýska í úr­slit­um.

Niel­sen, sem er einn besti markvörður heims um þess­ar mund­ir, ákvað að greina ekki frá föður­missin­um op­in­ber­lega á meðan á leik­un­um stóð.

„Ég var að upp­lifa draum, á stærsta mót­inu af þeim öll­um, en á sama tíma að glíma við mar­tröð. Ég reyndi að fela til­finn­ing­arn­ar eins og ég gat en stund­um gat ég ekki annað en grátið,“ sagði Niel­sen í sam­tali við Jyl­l­ands-Posten.

Hann ákvað, eft­ir sam­töl við kær­ustu, fjöl­skyldu og danska liðið, að vera áfram í Par­ís svo lengi sem hann gat enn staðið vakt­ina vel, sem hann gerði sann­ar­lega.

„Ég var bú­inn að ákveða að ég færi heim ef ég myndi ekki standa mig gegn Arg­entínu. Ég varði 16 skot í þeim leik og ákvað að vera áfram,“ sagði hann.

Faðir hans var jarðaður sama dag og Dan­mörk mætti Slóven­íu í undanúr­slit­um og missti Niel­sen því af jarðarför föður síns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert