Már í sjöunda sæti á nýju Íslandsmeti

Már Gunnarsson eftir sundið í undanúrslitum í morgun.
Már Gunnarsson eftir sundið í undanúrslitum í morgun. Ljósmynd/ÍF

Már Gunnarsson hafnaði í sjöunda sæti og sló eigið Íslandsmet í átta manna úrslitum í 100 metra baksundi í S11-flokki blindra á Paralympics-leikunum í París í dag.

Már synti á 1:10,21 mín­út­um, sem er nýtt Íslandsmet, en hann synti á 1:11,38 mínútum í undanúrslitum í morgun.

Mykhailo Serbin frá Úkraínu kom fyrstur að bakkanum á nýju heimsmeti, 1:05,84 sekúndum.

Már var að taka þátt á sínum öðrum leikum en hann hafnaði í fimmta sæti í Tókýó árið 2021 og setti þá Íslandsmet, 1:10,36 mínútur, sem hafði staðið þar til í dag.

Thelma Björg Björnsdóttir keppir næst í átta manna úrslitum í 100 metra bringusundi í SB5-flokki hreyfihamlaðra klukkan 17.55.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert