Thelma varð sjöunda í París

Thelma Björg Björnsdóttir kát eftir undanúrslitin í morgun.
Thelma Björg Björnsdóttir kát eftir undanúrslitin í morgun. Ljósmynd/ÍF

Thelma Björg Björnsdóttir hafnaði í sjöunda sæti þegar hún keppti í átta manna úrslitum í 100 metra bringusundi í SB5-flokki hreyfihamlaðra á Paralympics-leikunum í París í kvöld.

Thelma Björg synti á 1:58,62 mínútum í kvöld, en hún synti á 1:58,93 mínútum í undanúrslitunum í morgun.

Íslandsmet Thelmu Bjargar í greininni er 1:52,79 mínútur.

Sonja Sigurðardóttir keppir næst og síðust Íslendinganna í París. Í fyrramálið klukkan 8.23 syndir hún í 50 metra baksundi í S3-flokki hreyfihamlaðra og svo í 100 metra skriðsundi á þriðjudagsmorgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert