Bretinn Jodie Grinham braut blað í sögu Paralympics-leikanna þegar hún vann til gullverðlauna á leikunum í París í gær. Grinham er barnshafandi, komin sjö mánuði á leið með sitt annað barn.
Þar með varð hún fyrsti keppandinn á Paralympics-leikum sem stendur uppi sem sigurvegari með barn undir belti.
Grinham keppir í bogfimi og vann til gullverðlauna í flokki blandaðra liða ásamt Nathan McQueen í gær.
Degi áður hafði hún unnið til bronsverðlauna í einstaklingskeppni kvenna og varð þá fyrsti ólétti verðlaunahafinn á Paralympics svo vitað sé.
Grinham keppti einnig á Paralympics-leikunum í Ríó de Janeiro árið 2016 og vann þá til silfurverðlauna í flokki blandaðra liða ásamt John Stubbs.