Sonja hafnaði í tólfta sæti

Sonja Sigurðardóttir einbeitt eftir 50 metra baksundið í gær.
Sonja Sigurðardóttir einbeitt eftir 50 metra baksundið í gær. Ljósmynd/ÍF

Sonja Sig­urðardótt­ir hafnaði í tólfta sæti í undanúr­slit­um í 100 metra sundi með frjálsri aðferð í S3-flokki hreyfi­hamlaðra á Para­lympics-leik­un­um í Par­ís í morg­un og komst þar með ekki áfram í átta manna úr­slit­in sem fara fram síðdeg­is.

Sonja synti á tím­an­um 2:32,31, en Íslands­met henn­ar í grein­inni er 2:22,15 mín­út­ur, sem hún setti á Opna Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í Funchal í Portúgal í apríl síðastliðnum.

Þar með hef­ur Sonja lokið keppni á Para­lympics-leik­un­um í ár, henn­ar þriðju á ferl­in­um, en Sonja hafnaði í sjö­unda sæti í úr­slit­um 50 metra baksunds, einnig í S3-flokki, og sló um leið eigið Íslands­met í gær.

All­ir fimm ís­lensku kepp­end­urn­ir hafa nú lokið keppni. Para­lympics-leik­un­um lýk­ur sunnu­dag­inn 8. sept­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert