Már hittir á réttu nóturnar

Már Gunnarsson stingur sér til sunds í úrslitum í 100 …
Már Gunnarsson stingur sér til sunds í úrslitum í 100 metra baksundi á sunnudag. Ljósmynd/Simone Castrovillari

Sund- og tón­list­armaður­inn Már Gunn­ars­son er til um­fjöll­un­ar á vef Para­lympics-leik­anna í Par­ís und­ir yf­ir­skrift­inni: „Már Gunn­ars­son frá Íslandi hitt­ir á réttu nót­urn­ar.“

Már sló eigið Íslands­met og hafnaði í sjö­unda sæti í úr­slit­um 100 metra baksunds í S11-flokki blindra á sunnu­dag.

Í um­fjöll­un­inni er minnst á að Már hafi sam­einað tvær ástríður sín­ar þegar hann gaf út nýtt lag fyr­ir Para­lympics-leik­ana, sem fjall­ar um ferðalag hans sem íþrótta­manns.

Þá seg­ir að Már hafi vakið lukku í ólymp­íuþorp­inu í Par­ís þar sem hann byrji stund­um að spila á pí­anó sem þar er, gest­um og gang­andi til mik­ill­ar gleði.

Um­fjöll­un­ina má lesa í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert