Árs bann fyrir að reyna að kaupa kókaín

Tom Craig í leik með ástralska landsliðinu.
Tom Craig í leik með ástralska landsliðinu. AFP/Dibyangshu Sarkar

Tom Craig, leikmaður karlaliðs Ástr­al­íu í hokkí, hef­ur verið úr­sk­urðaður í eins árs bann af Hokkí­s­am­bandi Ástr­al­íu eft­ir að hann var hand­tek­inn í Par­ís, grunaður um að hafa reynt að kaupa kókaín.

Craig tók þátt á Ólymp­íu­leik­un­um í borg­inni og var hand­tek­inn nokkr­um dög­um eft­ir að ástr­alska liðið féll úr leik í átta liða úr­slit­um í hokkí.

Hon­um var sleppt úr haldi án ákæru en fékk aðvör­un frá dóm­ara.

Bannið tók gildi þann 9. sept­em­ber og á Craig mögu­leika á því að vera val­inn í landsliðið á næsta ári.

Eft­ir að hon­um var sleppt úr haldi baðst Craig af­sök­un­ar á gjörðum sín­um og kvaðst hafa gert hræðileg mis­tök.

Hokkí­s­am­band Ástr­al­íu hef­ur til­kynnt að bannið feli í sér að Craig þurfi að sækja nám­skeið og fái all­an þann stuðning sem hann þurfi á að halda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert