Dauðsfallið hafði svo mikil áhrif á þá

Vésteinn Hafsteinsson á Stade de France í París.
Vésteinn Hafsteinsson á Stade de France í París. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég var að fara á mína ell­eftu Ólymp­íu­leika og er á mín­um fyrstu Para­lympics. Það sem þetta skil­ur eft­ir hérna er þessi gíf­ur­legi áhorf­enda­fjöldi á Para­lympics, ég hélt að þetta væri ekki svona stórt,“ seg­ir Vé­steinn Haf­steins­son, af­reks­stjóri Íþrótta­sam­bands Íslands, ÍSÍ, er Morg­un­blaðið ræddi við hann í ólymp­íuþorp­inu í Par­ís.

Þar var Vé­steinn líkt og hann bend­ir sjálf­ur á stadd­ur á sín­um fyrstu Para­lympics-leik­um eft­ir að hafa áður farið á fjölda Ólymp­íu­leika sem kepp­andi og af­reksþjálf­ari.

„Ég er stór­hrif­inn af því hvað það hafa verið marg­ir áhorf­end­ur. Síðan er eitt sem ég vil að þeir sem eru ekki fatlaðir og voru að keppa á Ólymp­íu­leik­un­um taki sér til fyr­ir­mynd­ar héðan, ég geri það sem þjálf­ari og af­reks­stjóri, það er þessi gleði, ham­ingja og kær­leik­ur milli fólks. Hvernig að þessu öllu er staðið,“ seg­ir Vé­steinn um ein­stak­lega ánægju­lega upp­lif­un sína af Para­lympics-leik­un­um í Par­ís, sem lauk síðastliðinn sunnu­dag.

Þýðir ekk­ert að væla

Vé­steinn nefn­ir að hann hafi þjálfað Victor Svanesohn, sem glímdi við fötl­un og lést ung­ur að árum, á sama tíma og hann þjálfaði Daniel Ståhl og Simon Petters­son, sem unnu til gull- og silf­ur­verðlauna á Ólymp­íu­leik­un­um í Tókýó árið 2021.

„Strák­arn­ir mín­ir sem tóku gull og silf­ur í Tókýó 2021, þeir æfðu með fötluðum strák sem var heims­meist­ari í kúlu­varpi og kringlukasti í sín­um flokki. Hann fékk fimm sinn­um heila­blóðfall þegar hann var 14 ára og dó árið 2020 28 ára.

Þeir æfðu með hon­um og það gaf kringlu­köst­ur­un­um mín­um al­veg jafn mikið að æfa með hon­um eins og það gaf hon­um sjálf­um. Af hverju? Vegna þess að þeir sáu þá að það þýðir ekk­ert að vera að væla yfir ein­hverj­um smá­atriðum.

Vegna þess að þetta var nátt­úr­lega miklu erfiðara á all­an hátt fyr­ir þann fatlaða. Síðan þegar hann dó hafði það svo mik­il áhrif á þá að við ákváðum ég, gull- og silf­ur­verðlauna­haf­arn­ir að búa til minn­ing­ar­mót um hann,“ seg­ir Vé­steinn.

Þessu verður fólk að átta sig á

„Þetta hafði það mik­il áhrif á þá og þetta er bara svona týpískt dæmi sem ég hef upp­lifað sjálf­ur, hvað fatlaða fólkið hef­ur mik­il áhrif á ófatlaða. Sum­ir segja að það skipti öllu máli fyr­ir fatlaða að æfa með ófötluðum en það er al­veg jafn mik­il­vægt í hina átt­ina.

Þessu verður fólk að átta sig á og þetta kem­ur út úr mín­um munni. Ég hef verið af­reksþjálf­ari og ég hef al­gjör­lega trú á þessu. Ég vil bara fá fé­lög­in, næstu tíu árin, til þess að átta sig á því að þau eiga að þjálfa fatlaða.

Það er bara verk­efni sem við ætl­um að reyna að fram­kvæma og er komið af stað og síðan er bara að auka þetta eft­ir tíu ár. Þetta er bara sjálfsagt mál. Svo­leiðis held ég að við fáum þetta út í hreyf­ing­una.“

Viðtalið við Vé­stein má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert