Þurfti að sofa á gólfinu í París

Morteza Mehrzad er aðeins hærri en liðsfélagar sínir.
Morteza Mehrzad er aðeins hærri en liðsfélagar sínir. AFP/Atta Kenare

Íranski blakleikmaðurinn Morteza Mehrzad þurfti að sofa á gólfinu á Ólympíumótinu í París í mánuðinum.

Ástæðan er sú að hann er 246 sentímetrar og passaði ekki í rúmin sem var boðið upp á í frönsku höfuðborginni.

Mehrzad keppti einnig á mótinu í Tókýó fyrir þremur árum og þá var búið til sérstakt rúm fyrir þann íranska, en ekki var hægt að verða við þeirri ósk á mótinu í ár.

Það kom ekki að sök fyrir Mehrzad og félaga því þeir urðu ólympíumeistarar í blaki í flokki sitjandi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert