Danskeppni Reykjavíkurleikanna fór fram laugardaginn 4. febrúar. Liðakeppnin fór fram í Laugardalshöll þar sem Norðurlöndin öttu kappi.
Danmörk vann í fyrra en nú var það Ísland sem vann með naumindum í harðri samkeppni við Danmörku. Íslenska liðið var skipað Elvari Kristni Gapunay og Ásdísi Davíðsdóttur í latín dönsum og Nicolo Barbizi og Söru Rós Jakobsdóttur.
Hlutskarpasta liðið var Ísland með 20,5 stig. Danmörk náði 2. sæti með 23 stig og Noregur varð í 3. sæti með 28,5 stig
Íslendingarnir Elvar Kristinn Gapunay og Ásdís María Davíðsdóttir lönduðum sætum sigri í latín keppni fullorðinna á Reykjavíkurleikunum í dag. Í öðru sæti voru þau Leo Pusa og Inka Hakomäki frá Finnlandi og í því þriðja voru þau Per Almberg og Emese Bengtsberg frá Svíðþjóð.
Sigurvegarar i ballroom-keppninni voru þau Signe Busk og Dmitri Kolobov. Í öðru sæti voru þau Jonas Alexander Pettersen og Kristy Puusep. Í því þriðja voru íslenska dansparið Nicolo Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir.