Þau bestu keppa á Íslandi

Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee keppa á Reykjavíkurleikunum.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee keppa á Reykjavíkurleikunum. Ljósmynd/Sundsamband Íslands

Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir, fremsta sundfólk Íslands síðustu ár, verða bæði á meðal keppenda á sundkeppni Reykjavíkurleikanna sem hefst á morgun klukkan 16.

Anton, sem náði í silfurverðlaun í 200 metra bringusundi á EM í desember síðastliðinn, keppir bæði í 100 og 200 metra bringusundi á laugardag og sunnudag.

Snæfríður, sem er ólympíufari og margfaldur Íslandsmethafi, keppir í 100 og 200 metra skriðsundi, einnig á laugardag og sunnudag.

Yfir 100 keppendur úr 34 liðum frá tíu löndum keppa á mótinu. Auk Íslands eru lið frá Ítalíu, Danmörku, Noregi, Bretlandi, Færeyjum, Svíþjóð, Póllandi, Indlandi og Sviss einnig mætt hingað til lands á mótið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert