Fjórir keppendur tryggðu sér sæti á EM

Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Einar Margeir Ágústsson og …
Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Einar Margeir Ágústsson og Snorri Dagur Einarsson og Vala Dís Cicero. Ljósmynd/Sundsamband Íslands

Þriðja og síðasta keppnisdegi á Reykjavíkurleikunum í sundi lauk nú í kvöld. Mótið heppnaðist afar vel og var öll umgjörð til fyrirmyndar og voru keppendur og aðrir gestir mjög glaðir hvernig til tókst um helgina.

Þrjú mótsmet voru sett, en það gerðu þau Snæfríður Sól Jórunnardóttir Alaborg í 200m skriðsund, Birnir Freyr Hálfdánarson SH í 200m fjórsundi og Guðmundur Leo Rafnsson í 200m baksundi.

Veitt voru peninga verðlaun fyrir fimm bestu afrek mótsins en þau verðlaun fengu ;

Anton Sveinn McKee fyrir 200m bringusund

Snæfríður Sól Jórunnardóttir fyrir 200m skriðsund

Einar Margeir Ágústsson fyrir 50m bringusund

Snorri Dagur Einarsson fyrir 100m bringusund

Vala Dís Cicero fyrir 200m skriðsund

Góður árangur náðist í mörgum greinum og margir syntu það vel að þau tryggðu sér lágmörk á alþjóðleg sundmót sumarsins.

Eftirtaldir náðu lágmörkum ;

Evrópumeistaramótið í 50m laug

Einar Margeir Ágústsson 50m bringusund

Snorri Dagur Einarsson 50m og 100m bringusund

Anton Sveinn McKee 100m og 200m bringusund

Snæfríður Sól Jórunnardóttir 200m skriðsund

Evrópumeistaramót unglinga

Birnir Freyr Hálfdánarson SH, 50m flugsund og 200m fjórsund

Vala Dís Cicero SH, 200m og 100m skriðsund

Norðurlandameistaramót Æskunnar

Hólmar Grétarsson SH 400m fjórsund og 400m skriðsund

Magnús Víðir Jónsson SH 100m skriðsund

Denas Kazulis ÍRB 100m skriðsund

Vala Dís Cicero SH 100m skriðsund

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert