Guðmundur Þeyr Björnsson og Clara Stricker-Petersen frá Danmörku báru sigur úr býtum í klifri á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll í gærkvöldi.
Fór keppni í klifri fram í fimmta skipti á leikunum. Alls mættu tólf keppendur til leiks, sex í karlaflokki og sex í kvennaflokki.
Birgir Óli Snorrason varð annar og Valdimar Björnsson þriðji í karlalfokki.
Gabríela Einarsdóttir varð önnur í kvennaflokki og Agnes Matthildur Folkmann þriðja.