Ótrúlegt hvað hún hleypur hratt

Naomi Sedney og Freyja Nótt Andradóttir ræða saman í dag.
Naomi Sedney og Freyja Nótt Andradóttir ræða saman í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Hol­lenski ólymp­íufar­inn Na­omi Sed­ney kom fyrst í mark í 60 metra hlaupi kvenna á Reykja­vík­ur­leik­un­um í Laug­ar­dals­höll í dag. Hún býr á Íslandi með kær­asta sín­um og knatt­spyrnu­mann­in­um Ívari Erni Jóns­syni úr HK.

„Þetta var góður dag­ur og gott hlaup. Það er gott að fá al­vöru­hlaup hér og skemmti­legt að kærast­inn gat mætt,“ sagði hún við mbl.is eft­ir hlaupið.

„Ég er nokkuð sátt en á sama tíma ósátt. Þetta var frek­ar gott hlaup en ég vildi ná betri tíma. Ég byggi á þetta og verð hraðari í næstu hlaup­um,“ bætti hún við.

Naomi Sedney kom fyrst í mark í 60 metra hlaupi.
Na­omi Sed­ney kom fyrst í mark í 60 metra hlaupi. mbl.is/Ó​ttar Geirs­son

Sed­ney kom í mark á 7,49 sek­únd­um. Vikt­oria Binds­lev frá Dan­mörku og hin 13 ára Freyja Nótt Andra­dótt­ir komu þar á eft­ir jafn­ar á 7,63 sek­únd­um. Freyja náði í fyrra besta tíma sög­unn­ar hjá 12 ára stúlku.  

„Það er erfitt að spá fyr­ir þegar maður sér ungt fólk fara svona hratt. Það er ótrú­legt hvað hún er að hlaupa hratt núna. Hún er að hlaupa tölu­vert hraðar en ég var að gera á henn­ar aldri.

Það verður gam­an að sjá hvernig þetta þró­ast hjá henni næstu 5-10 ár. Hún á margt fram und­an. Hún á eft­ir að þrosk­ast lík­am­lega og sem mann­eskja. Hún er enn þá bara krakki og það verður mjög áhuga­vert að sjá hvernig þetta fer hjá henni,“ sagði Sed­ney um Freyju.

Freyja nótt á fleygiferð í dag.
Freyja nótt á fleygi­ferð í dag. mbl.is/Ó​ttar Geirs­son

Sed­ney fer aft­ur til Hol­lands eft­ir helgi og kepp­ir m.a. á meist­ara­móti Hol­lands. Hún býr á Íslandi en ferðast reglu­lega til Hol­lands til að æfa og keppa.

„Ég bý fyrst og fremst á Íslandi en ég fer til Hol­lands reglu­lega til að æfa og keppa því það eru fáar keppn­ir hér á landi fyr­ir mig. Ég keppi líka í boðhlaup­un­um og þá verð ég að æfa með liðsfé­lög­um mín­um,“ sagði sú hol­lenska.

Öll úr­slit í frjálsíþrótta­keppni Reykja­vík­ur­leik­anna má nálg­ast hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert