Miklu skemmtilegra að slá met á Íslandi

Baldvin Þór Magnússon í Laugardalshöllinni í gær.
Baldvin Þór Magnússon í Laugardalshöllinni í gær. mbl.is/Óttar Geirsson

„Það er miklu skemmti­legra að slá Íslands­met á Íslandi. Það er miklu meira partí í kring­um það,“ sagði Bald­vin Þór Magnús­son kampa­kát­ur við Morg­un­blaðið eft­ir að hafa sett Íslands­met í 1.500 metra hlaupi inn­an­húss á Reykja­vík­ur­leik­un­um í Laug­ar­dals­höll­inni í gær.

„Er­lend­is er það rétt tekið fram að þetta sé lands­met en hér heima eru þetta mynda­tök­ur og all­ir vilja tala við mann. Þetta er miklu meiri stemn­ing,“ sagði Bald­vin sem bætti 44 ára gam­alt Íslands­met Jóns Diðriks­son­ar  um rúm­lega  fjór­ar sek­únd­ur og vann grein­ina á 3:41,05 mín­út­um eft­ir harða keppni við Norðmann­inn Hå­kon Berg Moe.

Bald­vin hef­ur slegið fjöl­mörg Íslands­met í hlaupa­grein­um á und­an­förn­um árum en hingað til hef­ur hann sett þau öll á mót­um er­lend­is.

Nán­ar er rætt við Bald­vin í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert