Reykjavíkurleikarnir hafnir í TBR-húsunum

Frá badmintonkeppninni í dag.
Frá badmintonkeppninni í dag. Ljósmynd/BSÍ

Reykja­vík­ur­leik­arn­ir 2025 voru sett­ir í átjánda skipti klukk­an níu í morg­un í TBR-hús­un­um þegar keppni í badm­int­on hófst og standa leik­ar þar til klukk­an 21 í kvöld.

Keppni held­ur áfram í badm­int­on á morg­un, föstu­dag­inn 24 janú­ar, en þá hefst einnig keppni í sundi og rafíþrótt­um.

Keppni í sundi fer fram í Laug­ar­dals­laug­inni en keppni í rafíþrótt­um fer fram í Laug­ar­dals­höll. Laug­ar­dag­ur­inn 25. janú­ar verður stærsti dag­ur­inn á Reykja­vík­ur­leik­un­um, en keppt verður í átta íþrótta­grein­um og ætti íþrótta­áhuga­fólk að finna eitt­hvað við sitt hæfi.

Reykja­vík­ur­leik­arn­ir fara fram í ár í átjánda sinn, en það er Íþrótta­banda­lag Reykja­vík­ur sem stend­ur að leik­un­um í sam­starfi við sér­sam­bönd ÍSÍ og íþrótta­fé­lög­in í Reykja­vík ásamt dygg­um sam­starfsaðilum.

Reykja­vík­ur­leik­arn­ir eru mik­il íþrótta­hátíð þar sem keppt er í þrett­án ein­stak­lingsíþrótta­grein­um. Flest­ir móts­hlut­arn­ir fara fram í Laug­ar­daln­um og ná­grenni hans. Keppn­in stend­ur yfir til 8 fe­brú­ar.

Frek­ari upp­lýs­ing­ar um Reykja­vík­ur­leik­ana má finna á rig.is

Frá badmintonkeppninni í dag.
Frá badm­int­on­keppn­inni í dag. Ljós­mynd/​BSÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert