26 Íslendingar keppa í dag

Gústav Nilsson tók þátt í undankeppninni í gær.
Gústav Nilsson tók þátt í undankeppninni í gær. Ljósmynd/BSÍ

Reykja­vík­ur­leik­arn­ir hóf­ust í gær þegar undan­keppni í badm­int­on fór fram í TBR-hús­inu.

Nokkr­ir ís­lensk­ir kepp­end­ur hófu leik í gær, þeirra á meðal Gúst­av Nils­son. Hann komst áfram í þriðju um­ferð undan­keppn­inn­ar en tapaði þar fyr­ir Dom­as Pak­sys frá Lit­há­en í oddalotu.

Gerda Voitechovskaja tók einnig þátt, komst í aðra um­ferð undan­keppn­inn­ar en tapaði naum­lega fyr­ir In­ger Pot­huizen frá Hollandi eft­ir hörku­leik.

Aðal­keppn­in í badm­int­on hefst í dag þar sem 26 Íslend­ing­ar eru skráðir til leiks.

Keppni í sundi og rafíþrótt­um hefst sömu­leiðis í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert