Fjögur mótsmet á Reykjavíkurleikunum

Verðlaunahafarnir fyrir bestu frammistöðu á Reykjavíkurleikunum.
Verðlaunahafarnir fyrir bestu frammistöðu á Reykjavíkurleikunum. Ljósmynd/RIG

Reykja­vík­ur­leik­un­um í sundi lauk nú í kvöld. Um 350 kepp­end­ur tóku þátt í mót­inu að þessu sinni þar af komu rúm­lega 100 er­lend­is frá. Mótið var mjög sterkt í ár og fengu ís­lensku kepp­end­urn­ir oft mjög harða keppni.

Danska sund­kon­an Mart­ine Dam­borg frá Svøm­meklub Kvik Kast­rup tryggði sér besta af­rek móts­ins þegar hún synti 50m baksund á tím­an­um 28,8. Fyr­ir það sund hlaut hún 807 stig.

Ein­ar Mar­geir Ágúst­son stóð sig best af ís­lensku kepp­end­un­um en hann vann annað besta af­rek móts­ins þegar hann synti 100m bring­u­sund á tím­an­um 1:01.23 en fyr­ir það fær hann 801 stig. Ein­ar bætti tíma sinn um rúma sek­úndu.

Þess má geta að ís­lands­metið í grein­inni á Ant­on Sveinn McKee, 1:00.21. Ein­ar Ágúst gerði sér lítið fyr­ir og tryggði sér lág­mark bæði í 50m og 100m bring­u­sundi á HM50 sem fram fer í júlí í Singa­púr.

Snorri Dag­ur Ein­ars­son vann þriðja besta af­rekið á mót­inu þegar hann synti 50m bring­u­sund á 28,5.3 Fyr­ir það sund hlaut hann 758 stig.

Það voru þau Goncalo Car­los Azevedo frá Portugal og Kay-Lyn Löhr frá Sviss sem unnu fjórða besta af­rekið á mót­inu. Azevedo fyr­ir 100m skriðsund þegar hann synti á 51,14, en fyr­ir það sund hlaut hann 746 stig. Löhr hlaut ná­kvæm­lega sama stiga­fjölda fyr­ir 200m fjór­sund þegar hún synti á 2:19,03.

Höfðu staðið í mörg ár

Fjög­ur móts­met voru sett á mót­inu í ár. Höfðu mörg þeirra staðið í mjög mörg ár. Móts­met­in sem sett voru á mót­inu:

Attila Pol­ster frá Sviss bætti móts­metið í 400m fjór­sundi þegar hann synti á 4:34,38 og rauf þar með tíu ára gam­alt met Sindra Þór Jak­obs­son­ar. Þetta eru aðrir Reykja­vík­ur­leik­ar Attila.

Goncalo Car­los Azevedo frá Portúgal bætti 19 ára gam­alt met í 100m skriðsundi þegar hann synti 100m á tím­an­um 51,14. Gamla metið átti Örn Arn­ar­son sem hann setti árið 2006, 51,67.

Danska sund­kon­an Mart­ine Dam­borg átti mjög gott mót þegar hún setti tvö móts­met. Hún setti nýtt met í 200m fjór­sundi á tím­an­um 2:18,15 og braut þar með tveggja ára gam­alt met Be­atrice Berley. Hún bætti einnig 18 ára gam­alt met í 100m flugsundi þegar hún synti á tím­an­um 1:00,86 sem var áður í eigu Slóvensku Ólymp­íu­stjörn­unn­ar Mart­inu Moravcovu, 1.00,88.

Átta Íslands­met féllu

Kepp­end­ur í flokki fatlaðra hafa einnig sýnt glæsi­leg­an ár­ang­ur á mót­inu. Átta Íslands­met féllu á mót­inu og setti Snæv­ar Örn Krist­manns­son frá Reykja­vík sjö þeirra í flokki S14 og Sigrún Kjart­ans­dótt­ir frá Firði setti eitt í flokki S16 í 200m frjálsri aðferð:

Al­ex­and­er Hill­hou­se frá Kvik í Dan­mörku vakti einnig mikla at­hygli en hann varð í 3. sæti í úr­slit­um í opn­um flokki í 200m flugsundi. Al­ex­and­er synti einnig 50m flugsund á tím­an­um 25,28 og var ein­ung­is 18 hundruðustu úr sek­únu frá danska met­inu.

Mohammad Shams Aalam Shaikh frá Indlandi setti Ind­verskt og Asíu met í 200 m bring­u­sundi í flokki SB4 þegar hann synti á tím­an­um 5.37,21

Besti ár­ang­ur í karla­flokki fatlaðra á mót­inu hlaut Al­ex­and­er Hill­hou­se, frá KVIK, Kast­rup Dan­mörk fyr­ir 50 m flugsund en fyr­ir það fékk hann 1089 stig. Í kvenna flokki var það Odd­vá Sedea D. Nattestad, Havn­ar Svimji­felag fyr­ir 50 m skriðsund en fyr­ir það sund fékk hún 585 stig

Þá er virki­lega flottu móti á Reykja­vík­ur­leik­un­um lokið með fín­um ár­angri og var um­gjörð sund­keppn­inn­ar til mik­ill­ar fyr­ir­mynd­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert