Hörður og Brynja hlutskörpust

Hörður Þór Guðjónsson og Brynja Jónsdóttir.
Hörður Þór Guðjónsson og Brynja Jónsdóttir. Ljósmynd/RIG

Keppni í pílukasti á Reykja­vík­ur­leik­un­um fór fram í gær á Bulls­eye í Reykja­vík. Keppn­in var æsispenn­andi þar sem Hörður Þór Guðjóns­son vann í karla­flokki og Brynja Jóns­dótt­ir vann í kvenna­flokki.

Hörður Þór er úr Pílu­fé­lagi Grinda­vík­ur og hafði bet­ur gegn Sig­urði Helga Jóns­syni úr Pílu­fé­lagi Reykja­nes­bæj­ar.

Í þriðja til fjórða sæti voru Arn­grím­ur Ólafs­son úr Pílu­fé­lagi Reykja­nes­bæj­ar og Har­ald­ur Eg­ils­son úr Pílu­fé­lagi Reykja­vík­ur.

Brynja er þá úr Pílu­fé­lagi Reykja­vík­ur og lagði Stein­unni Dag­nýju Ingvars­dótt­ur úr Pílu­fé­lagi Grinda­vík­ur að velli.

Í þriðja til fjórða sæti voru Árdís Sif Guðjóns­dótt­ir úr Pílu­fé­lagi Grinda­vík­ur og Sandra Dögg Guðlaugs­dótt­ir, einnig úr Pílu­fé­lagi Grinda­vík­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert