Keppni í pílukasti á Reykjavíkurleikunum fór fram í gær á Bullseye í Reykjavík. Keppnin var æsispennandi þar sem Hörður Þór Guðjónsson vann í karlaflokki og Brynja Jónsdóttir vann í kvennaflokki.
Hörður Þór er úr Pílufélagi Grindavíkur og hafði betur gegn Sigurði Helga Jónssyni úr Pílufélagi Reykjanesbæjar.
Í þriðja til fjórða sæti voru Arngrímur Ólafsson úr Pílufélagi Reykjanesbæjar og Haraldur Egilsson úr Pílufélagi Reykjavíkur.
Brynja er þá úr Pílufélagi Reykjavíkur og lagði Steinunni Dagnýju Ingvarsdóttur úr Pílufélagi Grindavíkur að velli.
Í þriðja til fjórða sæti voru Árdís Sif Guðjónsdóttir úr Pílufélagi Grindavíkur og Sandra Dögg Guðlaugsdóttir, einnig úr Pílufélagi Grindavíkur.