Jórunn setti tvö Íslandsmet

Jórunn Harðardóttir og Magni Þór Mortensen báru sigur úr býtum …
Jórunn Harðardóttir og Magni Þór Mortensen báru sigur úr býtum í parakeppni. Ljósmynd/RIG

Í fyrsta sinn á Íslandi var keppt í parakeppni í loftskammbyssu á Reykjavíkurleikunum.

Fjögur pör tóku þátt að þessu sinni en sveit Skotfélags Reykjavíkur skipuð þeim Jórunni Harðardóttur og Magna Þór Mortensen sigraði með 520 stig, sem skráist sem nýtt Íslandsmet.

Sameinuð sveit með þeim Adam Inga H.Frankssyni úr Skotíþróttafélagi Kópavogs og Elísabetu Sveinbjörnsdóttur úr Skotfélagi Reykjavíkur varð önnur með 500 stig og í þriðja sæti hafnaði sveit Skotíþróttafélags Kópavogs skipuð Maríu Lagou og David Enjuto Rodriguez með 479 stig.

Þess má einnig geta að þetta er annað Íslandsmet Jórunnar því í gær bætti hún Íslandsmetið í úrslitum í loftskammbyssunni með skori uppá 227,4 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert