Skotfélag Reykjavíkur sigursælt

Sigurvegarar í opna flokknum.
Sigurvegarar í opna flokknum. Ljósmynd/RIG

Keppni í loftriffli á Reykja­vík­ur­leik­un­um er nú lokið þar sem kepp­end­ur úr Skot­fé­lagi Reykja­vík­ur reynd­ust sig­ur­sæl­ir.

Í ung­linga­flokki sigraði Sig­ur­lína Wium Magnús­dótt­ir með 566,8 stig, Úlfar Sig­ur­bjarn­ar­son varð ann­ar með 521,1 stig og bronsið hlaut Starri Snær Tóm­as­son með 348,2 stig. Þau koma öll úr Skot­fé­lagi Reykja­vík­ur.

Í opna flokkn­um sigraði Íris Eva Ein­ars­dótt­ir úr Skot­fé­lagi Reykja­vík­ur með 236,4 stig, Jór­unn Harðardótt­ir einnig úr Skot­fé­lagi Reykja­vík­ur varð önn­ur með 234,6 stig og í þriðja sæti varð Leif­ur Brem­nes úr Skotíþrótta­fé­lagi Ísa­fjarðar með 205,8 stig.

Í flokki fatlaðra hlaut Þór Þór­halls­son gullið í SH2-R4 með 620,4 stig og í flokki SH2-R5 með 624,4 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert