„Ég bjóst ekki við þessu“

Eir Chang Hlésdóttir að koma í mark í kvöld.
Eir Chang Hlésdóttir að koma í mark í kvöld. mbl.is/Karítas

Eir Chang Hlés­dótt­ir vann 400 metra hlaup kvenna og setti per­sónu­legt met í frjálsíþrótta­keppni Reykja­vík­ur­leik­anna í Laug­ar­dals­höll í kvöld.

„Mér líður ógeðslega vel, ég bjóst ekki við þessu,“ sagði Eir í viðtali við mbl.is eft­ir hlaupið í kvöld.

„Þetta er ekki það sem ég bjóst við. Þetta var þægi­legt hlaup, ég fékk ekki mikla sýru í lok­in, þetta var bara ótrú­lega þægi­legt.“

Þú átt þá meira inni eft­ir þetta per­sónu­lega met?

„Ég vona það, ég átti ekki von á þessu. Ég átti 55,01 sek­únd­ur úti og var ótrú­lega mikið að reyna að kom­ast und­ir 55 og svo náði ég að bæta það svona mikið inni.“

Ein­hver fleiri mark­mið á ár­inu?

„Bara að hlaupa hraðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert