Eir og Sæmundur fljótust í 400 metra hlaupi

Sæmundur til vinstri og Ívar Kristinn til hægri í hlaupinu …
Sæmundur til vinstri og Ívar Kristinn til hægri í hlaupinu í kvöld. mbl.is/Karítas

Eir Chang Hlésdóttir vann 400 metra hlaup kvenna og Sæmundur Ólafsson vann 400 metra hlaup karla í frjálsíþrótta­keppni Reykja­vík­ur­leik­anna í Laug­ar­dals­höll í dag.

Eir Chang Hlésdóttir hljóp á tímanum 54,70 sekúndum, sem er persónulegt met, og vann eftir frábæran endasprett en þar á eftir var Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir á 54,92 sekúndum. Í þriðja sæti var Englendingurinn Arabella Wilson á 55,92 sekúndum.

Sæmundur hljóp á 49,15 sekúndum og í öðru sæti var Englendingurinn Oliver James Parker á 49,58 sekúndum. Í þriðja sæti var Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR á 49,69 sekúndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert