Englendingarnir unnu 60 metra hlaupið

Þorleifur Einar Leifsson, Kolbeinn Hörður Gunnarsson, Dylan Williams, Gylfi Ingvar …
Þorleifur Einar Leifsson, Kolbeinn Hörður Gunnarsson, Dylan Williams, Gylfi Ingvar Gylfason og Sveinbjörn Óli Svavarsson að hlaupa í kvöld. mbl.is/Karítas

Eng­lend­ing­ur­inn Dyl­an Williams vann 60 metra hlaup karla í frjálsíþrótta­keppni Reykja­vík­ur­leik­anna í Laug­ar­dals­höll í dag. Jasmine Wilk­ins var fljót­ust kvenna­meg­in á 7,47 sek­únd­um.

Dyl­an hljóp á 6,87 sek­únd­um en í öðru sæti var FH-ing­ur­inn Kol­beinn Hörður Gunn­ars­son á 6,91 sek­únd­um sem er besti tím­inn hans á ár­inu.

Gylfi Ingvar Gylfa­son var þriðji á 7,16 sek­únd­um og Ísak Óli Trausta­son var næst­ur á 7,18 sek­únd­um sem er besti tími þeirra beggja á tíma­bil­inu. 

Jasmine hljóp á 7,47 sek­únd­um og næst var Eir Chang Hlés­dótt­ir úr ÍR á 7,57 sem er per­sónu­legt met. Í þriðja sæti var María Helga Högna­dótt­ir á 7,62 sek­únd­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert