Frjálsíþróttaveisla í Laugardalshöll í kvöld

Baldvin Þór Magnússon er til alls líklegur en hann setti …
Baldvin Þór Magnússon er til alls líklegur en hann setti einmitt Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum fyrir ári síðan. mbl.is/Óttar Geirsson

Frjálsíþrótta­mót Reykja­vík­ur­leik­anna 2025 fer fram í Laug­ar­dals­höll­inni í kvöld en keppni hefst klukk­an 19.30 og lýk­ur um klukk­an 21.10.

Margt af besta frjálsíþrótta­fólki lands­ins tek­ur þátt í mót­inu ásamt mörg­um er­lend­um kepp­end­um en flest­ir þeirra koma frá Bretlandi og munu veita Íslend­ing­um harða keppni í mörg­um grein­um.

Kúlu­varp­ar­inn og ólymp­íufar­inn Erna Sól­ey Gunn­ars­dótt­ir og milli­vega­lengda­hlaup­ar­inn Bald­vin Þór Magnús­son eru á meðal þátt­tak­enda en um síðustu helgi sló Bald­vin Íslands­met sitt í 3.000 metra hlaupi inn­an­húss. Hann tek­ur þátt í 1.500 metra hlaupi í Höll­inni í kvöld.

Guðbjörg Jóna Bjarna­dótt­ir kepp­ir í 400 metra hlaupi þar sem hún hef­ur náð góðum ár­angri und­an­farið en Guðbjörg er Íslands­met­hafi í bæði 100 og 200 metra hlaupi ut­an­húss.

Þá kepp­ir Aníta Hinriks­dótt­ir í 1.500 metra hlaupi og lang­stökkvar­arn­ir Birna Krist­ín Kristjáns­dótt­ir og Irma Gunn­ars­dótt­ir fá harða keppni frá hinni bresku Molly Pal­mer.

Keppt er í níu grein­um full­orðinna og nokkr­um grein­um í flokk­um U18 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert