„Stend mig betur erlendis“

Erna Sóley að kasta í kvöld.
Erna Sóley að kasta í kvöld. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

„Þetta var allt í lagi miðað við hvar ég er á tíma­bil­inu,“ sagði Erna Sól­ey Gunn­ars­dótt­ir sem vann kúlu­varp á frjálsíþrótta­móti Reykja­vík­ur­leik­anna í Laug­ar­dals­höll í kvöld. 

Erna kastaði 17,35 metra í dag en Íslands­metið henn­ar er 17,92 metr­ar sem hún gerði í Bir­ming­ham árið 2023.

„Það er alltaf mjög skemmti­legt að keppa á Íslandi og þetta er mjög flott mót en ég stend mig bet­ur þegar ég keppi er­lend­is og er með sam­keppni. Að sjá aðra kasta langt læt­ur mig alltaf kasta lengra,” sagði Erna í viðtali við mbl.is eft­ir mótið. 

Erna átti gott ár í fyrra þegar hún varð fyrsta ís­lenska kon­an til að keppa í kúlu­varpi á Ólymp­íu­leik­um.

Hvaða mót stefn­ir þú á í ár?

„Ég stefni á EM inn­an­húss og HM í ár og núna er ég á þeim stað að mark­miðið er ekki bara að kom­ast inn held­ur að kom­ast lengra.“

Ertu með eitt­hvað mark­mið í töl­um?

„Já, en ekk­ert sem ég er til­bú­in í að deila strax.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert