Hrefna og Gunnar unnu í klifri

Hrefna Fanney Halldórsdóttir með verðlaunagripinn.
Hrefna Fanney Halldórsdóttir með verðlaunagripinn. Ljósmynd/Sigtryggur Ari Jónsson

Keppni í klifri á Reykja­vík­ur­leik­un­um hófst síðastliðinn laug­ar­dag á undan­keppni og undanúr­slit­um í opn­um flokk­um og undan­keppni og úr­slit­um í U15 flokk­um.

Sig­ur­veg­ar­ar í U15 flokk­un­um voru þau Hrefna Fann­ey Hall­dórs­dótt­ir og Gunn­ar Þór Stef­áns­son Reykja­vík­ur­meist­ar­ar. Hjá stelp­un­um var síðan Hólm­fríður Inga Magnús­dótt­ir í öðru sæti og Embla Sól Birg­is­dótt­ir í þriðja sæti. Stráka­meg­in var Bene­dikt Nóel Hinriks­son í öðru sæti og Sæv­ar Logi Andra­son í þriðja sæti.

Í full­orðins­flokki munu Garðar Logi Björns­son, Guðmund­ur Freyr Arn­ars­son, Pau­lo Merca­do Guðrún­ar­son, Reyn­ir Ólafs­son, Greip­ur Ásmund­ar­son og Hlyn­ur Þorri Bened­its­son keppa karla­meg­in en kvenna­meg­in keppa Cl­ara Stricker-Peter­sen, Agnes Matt­hild­ur Folk­mann, Þór­dís Niel­sen, Jenný Þóra Hall­dórs­dótt­ir, Victoria Reu­ter og Elena Kappler

Nú í ár er nýtt stiga­kerfi frá Alþjóðlega Klif­ursmband­inu IFSC í notk­un þar sem fullt hús stiga fyr­ir hverja leið jafn­gilda 25 stig, það að ná miðju get­ur gefið allt að 10 stig og dreg­in eru frá 0,1 stig í hvert sinn sem kepp­and­inn dett­ur. Í undanúr­slit­un­um voru fjór­ar leiðir og var þar mest hægt að ná 100 stig­um ef kepp­andi hefði náð að toppa all­ar leiðir í fyrstu til­raun. Eng­inn kepp­andi var með fullt hús stiga og eru þetta þau sem eru kom­in í úr­slit­in sem fram fara í kvöld, 3. fe­brú­ar kl. 19:30, og verða í beinni á RÚV2.

Gunnar Þór Stefánsson með verðlaunagripinn.
Gunn­ar Þór Stef­áns­son með verðlauna­grip­inn. Ljós­mynd/​Sig­trygg­ur Ari Jóns­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert