Greipur og Clara Reykjavíkurmeistarar

Greipur Ásmundarson á mánudaginn.
Greipur Ásmundarson á mánudaginn. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson

Hinn 17 ára gamli Greip­ur Ásmund­ar­son og Cl­ara Stricker-Peter­sen eru Reykja­vík­ur­meist­ar­ar í klifri. 

Úrslit­in fóru fram síðastliðið mánu­dags­kvöld en sex kepptu í karla­flokki og sex í kvenna­flokki. 

Greip­ur hafnaði í fyrsta sæti en í öðru var Pau­lo Merca­do Guðrún­ar­son. Í þriðja sæti endaði síðan Guðmund­ur Freyr Arn­ar­son. 

Kvenna­meg­in varð Cl­ara Reykja­vík­ur­meist­ari annað árið í röð. Agnes Matt­hild­ur Flok­mann hafnaði í öðru sæti og hin þýska Elena Kappler í þriðja. 

Hin danska Clara Stricker-Petersen.
Hin danska Cl­ara Stricker-Peter­sen. Ljós­mynd/​Sig­urður Ólaf­ur Sig­urðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert