Emil vann tvöfalt á Reykjavíkurleikunum

Giedré Raztuté og Emil Ísleifur Sumarliðason í mótslok í dag.
Giedré Raztuté og Emil Ísleifur Sumarliðason í mótslok í dag. Ljósmynd/RIG

Emil Ísleif­ur Sum­arliðason og Giedré Raztuté frá Lit­há­en sigruðu í flokk­um karla og kvenna á Reykja­vík­ur­leik­un­um í skylm­ing­um sem fram fóru í Skylm­inga­miðstöðinni á Laug­ar­dals­vell­in­um í dag.

Emil vann síðan Giedré í undanúr­slit­um í opn­um flokki, 15:8, og mætti Gunn­ari Atli Ágústs­syni í úr­slita­leikn­um. Þar hafði Emil bet­ur, 15:8, og varð því tvö­fald­ur meist­ari Reykja­vík­ur­leik­anna 2025.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert