Annar Íslendingurinn frá upphafi

Mikael Aron Vilhelmsson með verðlaunagripinn í mótslok.
Mikael Aron Vilhelmsson með verðlaunagripinn í mótslok. Ljósmynd/RIG

Hinn 18 ára gamli Mika­el Aron Vil­helms­son sigraði á Reykja­vík­ur­leik­un­um í keilu sem lauk á sunnu­dags­kvöldið en mótið í ár var hluti af Evr­ópu­mótaröðinni í íþrótt­inni.

Hann varð þar með ann­ar Íslend­ing­ur­inn í sög­unni til að vinna mót á Evr­ópu­mótaröðinni (EBT Tour). Áður hafði Arn­ar Davíð Jóns­son leikið þann leik tvisvar.

Í úr­slita­leikn­um vann Mika­el sig­ur á William Svens­son frá Svíþjóð með 216 pinn­um gegn 184. Dan­inn Car­sten Tra­ne varð þriðji og Pól­verj­inn Adam Pawel Blaszczak, sem vann Reykja­vík­ur­leik­ana 2022, hafnaði í fjórða sæti.

Til að kom­ast í undanúr­slit­in þurfti Mika­el að vinna hina 14 ára gömlu Særósu Erlu Jó­hönnu­dótt­ur sem hafði áður gert sér lítið fyr­ir og slegið Arn­ar Davíð út úr keppn­inni. Mika­el vann þann leik naum­lega, 279:275.

Mika­el er í karla­landsliðinu í keilu sem kepp­ir á Evr­ópu­mót­inu í Ála­borg í júní en hann mun einnig keppa á Evr­ópu­móti U18 ára í Tyrklandi og heims­meist­ara­móti U21 í Svíþjóð á næstu mánuðum.

Mikael Aron Vilhelmsson, William Svensson, Carsten Trane og Adam Pawel …
Mika­el Aron Vil­helms­son, William Svens­son, Car­sten Tra­ne og Adam Pawel Blaszczak með verðlaun­in í móts­lok.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert