Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar

Magnús Kristinsson.
Magnús Kristinsson.

Útgerðarmaðurinn og eigandi Toyota á Íslandi, Magnús Kristinsson, hefur samið við skilanefnd gamla Landsbankans um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans við  bankann verði afskrifaður. Hann mun þurfa að greiða þrotabúi gamla Landsbankans það litla sem hann var persónulega ábyrgur fyrir. Þetta kemur fram í DV í dag.

Hluti skuldanna er tilkominn vegna kaupa Magnúsar á Toyota-umboðinu fyrir fjórum árum. Magnús var hluthafi í Landsbankanum við bankahrunið í haust.

Magnús hefur samið við skilanefnd Landsbankans um að stór hluti af tæplega 50 milljarða króna skuldum eignarhaldsfélaga hans verði afskrifaður, samkvæmt heimildum DV.

Magnús mun hins vegar þurfa að standa skil á því sem hann er persónulega ábyrgur fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK