Bræðurnir seldu sjálfum sér Lyf og heilsu

Lyf og heilsa
Lyf og heilsa mbl.is/Golli

Félag í eigu bræðranna Karls og Steingríms Wernerssona fékk 896 milljónir króna að láni frá Moderna Finance AB, sem var einnig í þeirra eigu, til að kaupa verslunarkeðjuna Lyf og heilsu út úr viðskiptasamsteypunni Milestone í lok mars í fyrra.

Því er Lyf og heilsa ekki á meðal þeirra eigna sem Milestone færði undir Moderna Finance AB á sínum tíma og nú er verið að skoða hvort hægt sé að rifta færslu á á grundvelli gjaldþrotalaga. Slík riftun getur átt sér stað í allt að 24 mánuði eftir skrásettan söludag.

 Greiðist eftir hentugleikum

Félag bræðranna, sem heitir Aurláki ehf., keypti Lyfja og heilsu-verslanirnar út úr Milestone-samsteypunni fyrir um 3,4 milljarða króna, en um 2,5 milljarðar af kaupverðinu voru greiddir með yfirtöku skulda. Í úttekt Ernst & Young á viðskiptum Milestone við tengda aðila kemur hins vegar fram að 896 milljónir króna hafi verið „viðskiptafærðar og skulu greiðast við fyrstu hentugleika samkvæmt samningi“.

Þetta þýðir að Moderna lánaði Wernersbræðrunum tæpar 900 milljónir króna til að þeir gætu keypt út Lyf og heilsu og að þeir ættu að greiða skuldina þegar þeir gætu. Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, segir að skuldin hafi verið gerð upp skömmu eftir að til hennar var stofnað.

Sex prósent fást upp í kröfur

Milestone var tekið til gjaldþrotaskipta fyrr í þessum mánuði eftir að kröfuhafar félagsins höfnuðu nauðasamningum, en þeir gerðu ráð fyrir að um sex prósent fengjust upp í kröfur. Stærsti einstaki kröfuhafinn er skilanefnd Glitnis með 44 milljarða króna kröfu. Í skýrslu með nauðasamningsumleitunum kom fram að umsjónarmaður þeirra mæti það svo að eignir hefðu verið færðar frá Milestone til Moderna í Svíþjóð án endurgjalds og því hefði verið um gjafagjörning að ræða.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK