Allt bendir til að þjófar hafi komist yfir upplýsingar frá eigendum 40 milljón kreditkorta sem verslað hafa í bandarísku stórversluninni Target undnafarna daga, en þjófnaðurinn stóð yfir í þrjár vikur áður en hann uppgötvaðist.
Þjófarnir komust yfir kreditkortanúmer, nöfn eigenda kortanna, gildistíma og öryggisnúmer.
Ekki er ljóst hvernig þjófarnir komust yfir þessar upplýsingar. Þjófnaðurinn hófst í lok nóvember og náði m.a. til „Svarta föstudagsins“, sem er annasamasti verslunardagur ársins í Bandaríkjunum. Þjófnaðurinn náði til allra 1.797 verslananna sem Target rekur.
Gregg Steinhafel, forstjóri Target, segir í yfirlýsingu, að verslunin taki þennan þjófanað mjög alvarlega. Verslunin vinni með lögreglu að því að finna þá sem stóðu að þjófnaðinum.