Fimmtungur varð fyrir tölvuárás í fyrra

Fyrirtæki hér á landi hugsa almennt lítið um öryggismál, en …
Fyrirtæki hér á landi hugsa almennt lítið um öryggismál, en fimmtungur þeirra varð þó fyrir tölvuárás í fyrra.

Um 22% fyr­ir­tækja hér á landi urðu fyr­ir tölvu­árás á síðasta ári, en flest þeirra töldu sig hafa orðið fyr­ir fjár­hags­leg­um skaða vegna árás­ar­inn­ar. Þetta kem­ur fram í könn­un sem Deloitte vann um tölvu­ör­ygg­is­mál í janú­ar. Þá kom fram að aðeins þriðjung­ur fyr­ir­tækja geri ráð fyr­ir fjár­mun­um til að efla ör­ygg­is­mál þótt um helm­ing­ur allra fyr­ir­tækja teldi gögn sín ekki vera ör­ugg. 

Deloitte vann könn­un­ina í lok janú­ar með því að senda spurn­ingalista á fjölda fyr­ir­tækja, en um 150 svör bár­ust. Sam­kvæmt niður­stöðunum virðast ís­lensk fyr­ir­tæki ekki setja tölvu­ör­ygg­is­mál á odd­inn, en aðeins 35% fyr­ir­tækja eru með hand­hæga áætl­un ef upp kem­ur ör­ygg­is­ógn. Þá telja stjórn­end­ur 71% fyr­ir­tækja að dul­kóðun sé ábóta­vant við bæði send­ingu og geymslu gagna. 

Á ráðstefnu sem Deloitte hélt í síðasta mánuði kom fram að skort­ur á þjálf­un og þekk­ingu starfs­manna í tengsl­um við tölvu­ör­yggi sé einn veiga­mesti þátt­ur þess að ör­ygg­is­mál fyr­ir­tækja séu í lagi. Það vek­ur því upp spurn­ing­ar þegar aðeins 21% fyr­ir­tækja telja starfs­fólk sitt nægj­an­lega þjálfað í þess­um mál­efn­um. Flest fyr­ir­tæki nýt­ast þó við eld­veggi og víru­svarn­ir, en tæp­lega 90% fyr­ir­tækja not­ast við slík­ar varn­ir.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK