„Hryggjarstykkið í atvinnulífi á Djúpavogi“

Um einn af hverjum sjö sem er yfir 18 ára …
Um einn af hverjum sjö sem er yfir 18 ára á Djúpavogi vinnur hjá Vísi. Forsvarsmenn fyrirtækisins ætla að flytja vinnsluna til Grindavíkur. mbl.is/Andrés Skúlason

Einn af hverj­um sjö sem eru eldri en 18 ára á Djúpa­vogi starfar fyr­ir Vísi, en fé­lagið til­kynnti í dag áform sín um að flytja alla vinnslu fé­lags­ins til Grinda­vík­ur. Gauti Jó­hann­es­son, sveit­ar­stjóri Djúpa­vogs­hrepps, seg­ir í sam­tali við mbl.is að Vís­ir hafi um ára­bil verið hryggj­ar­stykkið í at­vinnu­lífi á Djúpa­vogi, en hann von­ist til þess að um „tíma­bundið bak­slag sé að ræða“.

Gauti und­ir­strik­ar að ekki hafi komið til upp­sagna, held­ur séu þetta enn áform fé­lags­ins sem ekki séu kom­in til fram­kvæmda. Þá tek­ur hann fram að áfram verði starf­semi í vinnslu Vís­is á Djúpa­vogi næstu mánuðina hið minnsta. Sam­kvæmt töl­um Hag­stof­unn­ar búa um 470 á Djúpa­vogi, en þar af eru 344 ein­stak­ling­ar 18 ára og eldri. Tæp­lega 50 manns vinna hjá Vísi á staðnum.

Í til­kynn­ingu frá Vísi fyrr í dag kom fram að sam­starf við Fisk­eldi Aust­ur­lands væri í skoðun, en fé­lagið hef­ur leyfi fyr­ir 8.000 tonna fisk­eldi í Beruf­irði. Gauti seg­ir að nú­ver­andi hug­mynd­ir gangi út á að 20 til 25 af þeim 50 starfs­mönn­um sem vinna hjá Vísi geti komið að slátrun og pökk­un frá fisk­eld­inu. Þá séu einnig áform fisk­eld­is­ins stærri í sniðum og gangi þau öll eft­ir gæti vinnsl­an orðið sú sama, ef ekki stærri, inn­an skamms. „Það er ljóst að það gæti orðið tíma­bundið bak­slag,“ seg­ir Gauti og bæt­ir við: „Við höf­um áður mætt mót­læti og þá er ekk­ert annað að gera en standa í lapp­irn­ar.“

Gauti seg­ir að fundað verði með stjórn­end­um fisk­eld­is­ins og Vís­is eft­ir helgi og þar muni mál skýr­ast nán­ar. Hann seg­ir ljóst að farið verði yfir þessi áform á fund­in­um og leitað leiða til þess að draga úr áhrif­um þeirra. 

Frá Djúpavogi.
Frá Djúpa­vogi. mbl.is/​Gúna
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK