Skora á Vísi að hætta við áformin

Vísir hf. ætlar að flytja alla starfsemi fyrirtækisins til Grindavíkur. …
Vísir hf. ætlar að flytja alla starfsemi fyrirtækisins til Grindavíkur. Vinnslur félagsins á Djúpavogi, Þingeyri og Húsavík verða lagðar niður. Sigurður Bogi Sævarsson

Starfs­menn Vís­is fjöl­menntu á fund á veg­um Fram­sýn­ar í kvöld. Fund­ur­inn var hald­inn vegna ákvörðun fyr­ir­tæk­is­ins að hætta starf­semi á Húsa­vík. Fund­ur­inn sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem skorað er á for­svars­menn Vís­is að hætta við áformin. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Fram­sýn. 

Ljóst er að starfs­mönn­um er veru­lega brugðið og líður flest­um þeirra mjög illa, ekki síst vegna óviss­unn­ar sem er kom­in upp. Í máli þeirra flestra kom fram að þeim hef­ur líkað vel að búa á Húsa­vík og hafa flest­ir þeirra komið sér vel fyr­ir, jafn­vel fjár­fest í hús­næði. Í óform­legri könn­un sem gerð var á fund­in­um kom fram að flest­ir þeirra vilja búa áfram á Húsa­vík enda bjóðist þeim störf við þeirra hæfi, seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Yf­ir­lýs­ing vegna áforma Vís­is hf. um að loka starfs­stöð fyr­ir­tæk­is­ins á Húsa­vík

 „Fund­ur hald­inn á veg­um Fram­sýn­ar stétt­ar­fé­lags með starfs­mönn­um Vís­is hf. á Húsa­vík 31. mars 2014 skor­ar á for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins að halda áfram öfl­ugri fisk­vinnslu á Húsa­vík í stað þess að leggja hana niður 1. maí 2014 eins og áformað er.“

Frétt Morg­un­blaðsins: Hryggj­ar­stykki sjáv­arþorp­anna að bresta. 

Frétt mbl.is: „Hryggj­ar­stykkið í at­vinnu­lífi á Djúpa­vogi“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK