Vísir vill milda áhrifin af flutningunum

Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, Pétur H. …
Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps, Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf., og Sveinn Guðjónsson, sölustjóri hjá Vísi, funduðu í Grindavík í gærmorgun. mbl.is/RAX

„Menn urðu ásátt­ir um það að leita allra leiða til þess að sem fæst­ir á Djúpa­vogi missi vinn­una og það ætl­um við að gera meðal ann­ars með Sjáv­ar­klas­an­um. Ég heyri ekki annað en for­svars­menn Vís­is séu til­bún­ir til viðræðna um að reyna að milda áhrif­in af þessu eins og hægt er.“

Þetta seg­ir Gauti Jó­hann­es­son, sveit­ar­stjóri Djúpa­vogs­hrepps, í Morg­un­blaðinu í dag en hann og Andrés Skúla­son odd­viti áttu fund með for­svars­mönn­um Vís­is hf. í Grinda­vík í gær­morg­un um flutn­ing fyr­ir­tæk­is­ins frá Djúpa­vogi.

Pét­ur H. Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Vís­is, seg­ir að það verði óbreytt starf­semi á Djúpa­vogi fram á sum­ar og verði tím­inn fram að því notaður í sam­vinnu við Sjáv­ar­klas­ann og sveit­ar­fé­lagið til að skoða hvernig fyr­ir­tækið geti unnið enn frek­ar að upp­bygg­ingu nýrra starfa í sveit­ar­fé­lag­inu. Vinn­an með Sjáv­ar­klas­an­um fer af stað strax í næstu viku.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK