Kaupir fasteignir Vísis á Húsavík

Heiðrún Jónsdóttir, stjórnarformaður Norðlenska, og Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, …
Heiðrún Jónsdóttir, stjórnarformaður Norðlenska, og Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, undirrita kaupsamninginn. mbl.is

Kjötvinnslu­fyr­ir­tækið Norðlenska hef­ur fest kaup á öll­um fast­eign­um út­gerðarfé­lags­ins Vís­is hf. á Húsa­vík. Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu að um sé að ræða frystigeymsl­ur og vinnslu­sal fyr­ir­tæk­is­ins, skrif­stof­ur, gisti­heim­ili og geymsl­ur. Sam­tals um 5 þúsund fer­metra. Kaup­samn­ing­ur þess efn­is var und­ir­ritaður í dag.

„Sala fast­eign­anna var tek­in í kjöl­far ákvörðunar Vís­is um að flytja starf­semi sína frá Húsa­vík til Grinda­vík­ur, en for­svars­menn Vís­is lögðu mikla áherslu á að áfram yrði at­vinnu­rekst­ur í hús­næðinu. Með kaup­un­um mæt­ir Norðlenska þörf fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir aukið fryst­i­rými á Húsa­vík en um leið skap­ast tæki­færi fyr­ir frek­ari starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins á staðnum sem verða tek­in til skoðunar á næstu vik­um og mánuðum. Starfs­manna­stjóri Norðlenska mun í fram­haldi af kaup­un­um ræða við þá starfs­menn sem ekki þáðu störf hjá Vísi í Grinda­vík um mögu­leika þeirra til vinnu hjá fé­lag­inu,“ seg­ir enn­frem­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK