Forstjórinn hvarf með alla peningana

Karapetyan greiddi um tíma hæstu leiguna í fjármálahverfi New York …
Karapetyan greiddi um tíma hæstu leiguna í fjármálahverfi New York miðað við fermetrafjölda. Hann hafði tekið á leigu 18 skrifstofur í nýju World Trade Center byggingunni. AFP

Eig­andi eins um­talaðasta vog­un­ar­sjóðs Moskvu er horf­inn. Með alla pen­inga sjóðsins með sér. Hann var þekkt­ur fyr­ir að lifa hátt og bókaði popp­hljóm­sveit­ir í partí og greiddi um tíma hæstu leig­una í Man­hatt­an. 

Sem kunn­ugt er hef­ur rúbl­an hríðfallið í verði og refsiaðgerðir Vest­ur­veld­anna haft mik­il áhrif á rúss­neskt efna­hags­líf. Blackfield Capital CJSC sjóður­inn hafði ekki farið var­hluta af því og lét stofn­andi sjóðsins sig ein­fald­lega hverfa. Þegar hóp­ur manna óð inn á skrif­stof­ur sjóðsins í októ­ber að leita af hinum 29 ára gamla for­stjóra Kim Karapety­an fannst hvorki tang­ur né tet­ur af hon­um. Starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins fundu hann hvorki þann dag né þann næsta og kom þá í ljós að Karapety­an hafði tæmt alla sjóði fyr­ir­tæk­is­ins. Var þá hald­inn fund­ur og öll­um fimm­tíu starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins greint frá því að ekki yrði hægt að greiða þeim laun þar sem allt fé væri horfið. Fé í eigu fyr­ir­tæk­is­ins og fjár­festa er nem­ur um 20 millj­ón­um doll­ara. „For­stjór­inn okk­ar bara ... hvarf,“ sagði Ser­gey Gre­benk­in, starfsmaður fyr­ir­tæk­is­ins, í viðtali við Wall Street Journal, sem greindi frá mál­inu.

Laug til um fyrri störf og mennt­un

Í um­fjöll­un­inni seg­ir að Karapety­an sé mik­ill glaum­gosi og hafi meðal ann­ars flogið stráka­hljóm­sveit­ina Blue til Rúss­lands í ára­mótapartí á ár­inu 2013 auk þess sem hann greiddi um 15 þúsund doll­ara á mánuði í leigu fyr­ir íbúð í fjár­mála­hverfi New York - en það mun vera hæsta leiga miðað við fer­metra­fjölda sem greidd hef­ur verið í hverf­inu. 

Þegar blaðamaður Wall Street Journal var að vinna frétt­ina fann hann einnig ósam­ræmi í fer­il­skrá Karapety­an. Þar seg­ist hann hafa unnið fyr­ir Morg­an Stanley bank­ann auk þess sem hann sé með meist­ara­gráðu frá London School of Economics. Hvor­ug stofn­un­in kannaðist hins veg­ar við hann þegar blaðamaður­inn hafði sam­band.

Blackfield hafði þá áður greint frá áform­um þess efn­is að hefja starf­semi bæði í Banda­ríkj­un­um og Englandi og hef­ur þegar tekið á leigu 18 skrif­stof­ur á 46. hæð nýju World Tra­de Center bygg­ing­ar­inn­ar. Ekki þykir þó lík­legt að af því verði, úr því sem komið er, þar sem eng­ir pen­ing­ar eru eft­ir í fyr­ir­tæk­inu.

Frétt Wall Street Journal.

Rúblan hefur hríðfallið í verði á árinu.
Rúbl­an hef­ur hríðfallið í verði á ár­inu. AFP
Karapetyan flaug Blue til Rússlands til að spila í áramótapartí.
Karapety­an flaug Blue til Rúss­lands til að spila í ára­mótapartí.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK