Stýrivextir lækkaðir um 2%

Rúblan
Rúblan AFP

Stýri­vext­ir voru lækkaðir um 2 pró­sent , eða úr 17 pró­sent­um í 15 pró­sent, í Rússlandi í morg­un vegna þess að „stöðug­leiki er að kom­ast á verðbólg­una“.

Ákvörðunin er tal­in koma nokkuð á óvart en í frétt Bloom­berg er nefnt að aðeins einn af 32 hag­fræðing­um er frétta­stof­an leitaði álits hjá taldi að stýri­vext­ir yrðu lækkaðir. Taldi hann að vext­irn­ir yrðu lækkaðir niður í 9,75 pró­sent.

Rúbl­an féll í verði um 1,6 pró­sent gagn­vart doll­ar­an­um í kjöl­far ákvörðun­ar­inn­ar en níu pró­sent verðbólga mæl­ist nú í Rússlandi.

Vla­dimir Brag­in, for­stöðumaður grein­ing­ar­deild­ar Alfa Capital fjár­fest­ing­ar­sjóðsins í Moskvu, sagði ákvörðun­ina hafa komið á óvart þar sem verðbólg­an mæl­ist ennþá há og rúbl­an held­ur áfram að veikj­ast. Hann sagði seðlabank­ann vera und­ir þrýst­ingi stjórn­valda, sem stend­ur gegnt slæm­um efna­hags­horf­um og þarfn­ast hvetj­andi aðgerða og betri skil­yrða fyr­ir banka­kerfið.

Seðlabank­inn seg­ir að minni hreyf­ing í efna­hags­líf­inu muni halda verðbólguþrýst­ingi í skefj­um. Þá sagði að neyðar­ákvörðunin í síðasta mánuði þegar stýri­vext­ir voru hækkaðir úr 10,5% í 17% hefði skilað ár­angri.

Bloom­berg grein­ir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK