Keyptu Sigurð Gísla út

Saltfiskur á markaði í Coimbra í Portúgal.
Saltfiskur á markaði í Coimbra í Portúgal. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hjalti Hall­dórs­son og Bjart­mar Pét­urs­son hafa keypt hlut Sig­urðar Gísla Björns­son­ar og Magnús­ar Guðmunds­son­ar í fyr­ir­tæk­inu Bacco Seaproducts. Eft­ir viðskipt­in er fyr­ir­tækið al­farið í eigu Hjalta og Bjart­mars.  Hús­leit var gerð hjá Sig­urði Gísla ný­verið vegna gruns um stór­felld skatta­laga­brot.

Hjalti Hall­dórs­son, fram­kvæmda­stjóri og ann­ar eig­enda Bacco Seaproducts, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu að nauðsyn­legt hafi verið að Sig­urður Gísli seldi sinn hlut vegna meintra skatta­laga­brota sem nú eru til rann­sókn­ar. Ákvörðunin hafi verið tek­in til að vernda framtíðar­hags­muni fé­lags­ins og viðskipta­sam­bönd þess. Sig­urður Gísli sé nú ekki á nokk­urn hátt tengd­ur Bacco Seaproducts.  

Sig­urður Gísli er stofn­andi og eig­andi út­flutn­ings­fyr­ir­tæk­is­ins Sæ­mark ehf. Á mánu­dag sagði allt lyk­il­starfs­fólk Sæ­marks upp störf­um hjá fé­lag­inu. Hjalti seg­ir það hafa leitað til Bacco Seaproducts eft­ir störf­um. Ekk­ert þeirra sé grunað um að hafa haft nokkra aðkomu að meint­um brot­um Sig­urðar Gísla. Ákveðið hafi verið að bjóða starfs­fólk­inu störf hjá Bacco Seaproducts enda búi það yfir þekk­ingu og reynslu sem sé mik­il­væg ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi, sam­kvæmt til­kynn­ingu. 

„Hags­mun­ir fram­leiðanda, starfs­fólks og viðskipta­vina hafi verið hafðir að leiðarljósi við ákvörðun­ina,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK