Mossack Fonseca skellir í lás

Nöfn fjölmargra áhrifamanna á Íslandi er að finna í Panamaskjölunum …
Nöfn fjölmargra áhrifamanna á Íslandi er að finna í Panamaskjölunum sem lekið hefur verið frá panömsku lögfræðistofunni Mossack Fonseca. AFP

Lög­manns­stof­an sem öðlaðist heims­frægð í hneyksl­is­mál­inu tengdu Pana­maskjöl­un­um, Mossack Fon­seca, er að hætta starf­semi. Ástæðan sem eig­end­urn­ir gefa upp er nei­kvæð fjöl­miðlaum­fjöll­un og órétt­mæt af­skipti yf­ir­valda.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá eig­end­um stof­unn­ar hef­ur þetta valdið stof­unni óbæt­an­legu tjóni en eins og AFP-frétta­stof­an grein­ir frá kostuðu Panama-skjöl­in tvo þjóðarleiðtoga starfið.

Áfram munu nokkr­ir starfa fyr­ir stof­una til þess að svara beiðnum frá yf­ir­völd­um, öðrum op­in­ber­um aðilum sem og einkaaðilum.

í ág­úst greindi ann­ar stofn­anda henn­ar, Jür­gen Mossack, frá því að stof­an hefði lokað nánst öll­um úti­bú­um sín­um er­lend­ist. 

Upp­lýs­ing­ar um fjöl­marga viðskipta­vini Mossack Fon­seca sýndu svart á hvítu hversu marg­ir auðugir ein­stak­ling­ar í heim­in­um nýta sér af­l­ands­fé­lög til þess að fela fjár­muni sína. Í Panama-skjöl­un­um má finna fólk úr ólík­um stétt­um, allt frá kaup­sýslu­mönn­um til æðstu þjóðarleiðtoga og þekktra íþrótta­manna.

Gögn­un­um var lekið til þýska dag­blaðsins Süddeutsche Zeit­ung sem fékk sam­tök rann­sókn­ar­blaðamanna (In­ternati­onal Consorti­um of In­vestigati­ve Journa­lists (ICIJ)) í lið með sér og voru birt­ar frétt­ir upp úr skjöl­un­um í helstu fjöl­miðlum heims 3. apríl 2016.

Meðal þeirra sem koma fyr­ir í skjöl­un­um eru Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, sem þá var for­sæt­is­ráðherra, Dav­id Ca­meron,  sem þá var for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, arg­entínski knatt­spyrnumaður­inn Li­o­nel Messi, for­seti Arg­entínu, Mauricio Macri, spænski kvik­mynda­leik­stjór­inn Pedro Almodov­ar og leik­ar­inn Jackie Chan. Auk þeirra er yfir 140 þekkt­a stjórn­mála­menn og aðrar op­in­ber­ar per­són­ur að finna í skjöl­un­um.

Frá því hneykslið komst upp á yf­ir­borðið hafa að minnsta kosti 150 rann­sókn­ir verið sett­ar á lagg­irn­ar í yfir 70 ríkj­um, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Center for Pu­blic In­teg­rity.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK