Pósturinn opnar þjónustustöðvar á Orkunni

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, og Birgir Jónsson, forstjóri Póstsins, …
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, og Birgir Jónsson, forstjóri Póstsins, við undirritun samstarfssamnings. Ljósmynd/Aðsend

Skelj­ung­ur og Póst­ur­inn hafa gert með sér sam­starfs­samn­ing en sam­kvæmt hon­um mun Póst­ur­inn opna pakka­stöðvar á þjón­ustu­stöðvum Ork­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu og af­henda þar fyr­ir­fram­greidd­ar send­ing­ar til viðskipta­vina sinna.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Ísland­s­pósti. Þar seg­ir að eft­ir að opnað verður fyr­ir af­hend­ing­ar muni fyr­ir­fram­greidd­ar send­ing­ar, sem ekki fara í Póst­box að beiðni viðskipta­vina, verða af­hent­ar á þeim þjón­ust­ustað sem næst er heim­ili viðtak­anda, hvort sem um sé að ræða póst­hús eða þjón­ustu­stöð Ork­unn­ar.

Í byrj­un verða pakka­stöðvarn­ar á fjór­um þjón­ustu­stöðvum Ork­unn­ar og er áætlað að þær verði tekn­ar í notk­un í mars, en til stend­ur er að fleiri stöðum verði bætt við víðsveg­ar um landið á næstu mánuðum.

Pakka­stöðvarn­ar virka þannig að viðskipta­vin­ir koma með staðfest­ingu á formi QR-kóða að þeir eigi send­ingu, kóðinn er skannaður af starfs­manni sem af­hend­ir send­ing­una. Tækn­in sem um ræðir var prófuð á póst­hús­um í des­em­ber og lækkaði meðalbiðtími mikið, sam­kvæmt til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK