Aðalsteinn nýr viðskiptaþróunarstjóri hjá Póstinum

Aðalsteinn Guðjónsson hefur verið ráðinn í stöðu viðskiptaþróunarstjóra hjá Póstinum.
Aðalsteinn Guðjónsson hefur verið ráðinn í stöðu viðskiptaþróunarstjóra hjá Póstinum. Ljósmynd/Pósturinn

Aðal­steinn Guðjóns­son hef­ur verið ráðinn í stöðu viðskiptaþró­un­ar­stjóra hjá Póst­in­um og hef­ur þegar tekið til starfa. Helstu hlut­verk Aðal­steins eru að stýra um­bóta­verk­efn­um, tengja sam­an vöruþróun og vöru­sam­setn­ingu við tækni­breyt­ing­ar og fram­kvæmd sem og að greina tæki­færi til um­bóta þvert á svið.

Aðal­steinn hef­ur mikla reynslu úr at­vinnu­líf­inu að því er seg­ir í til­kynn­ingu og starfaði síðast hjá Póst­dreif­ingu, fyrst sem rekstr­ar­stjóri rekstr­ar­sviðs og síðan sem fram­kvæmda­stjóri. Áður starfaði hann meðal ann­ars hjá Orku­veitu Reykja­vík­ur sem sér­fræðing­ur í inn­kaup­um og rekstr­arþjón­ustu, hjá Norðuráli á Grund­ar­tanga sem sér­fræðing­ur í samn­ing­um og hjá Húsa­smiðjunni sem rekstr­ar­stjóri aðfanga­stýr­ing­ar. Þá hef­ur Aðal­steinn mikla reynslu á flutn­ings­markaði og hef­ur starfað bæði hjá Eim­skip og Sam­skip í ýms­um hlut­verk­um.

„Fyr­ir­tækið á heil­mikið inni þegar kem­ur að tækni­væðingu í vinnslu og flokk­un og verður mjög gam­an að vera virk­ur þátt­tak­andi í næstu skref­um. Ég sé fullt af tæki­fær­um hjá okk­ur til að bæta ýmsa þætti úti um allt fyr­ir­tækið, þetta er stórt verk­efni en það er svo mik­ill vilji til um­bóta hjá Póst­in­um að ég er þess full­viss að við mun­um ná góðum ár­angri og gera Póst­inn að skil­virk­ara fyr­ir­tæki,“ er haft eft­ir Aðal­steini í til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK