Stöðva framleiðslu á Bakka og segja upp starfsfólki

PCC Bakki Silicon hefur sagt upp stórum hluta starfsmanna og …
PCC Bakki Silicon hefur sagt upp stórum hluta starfsmanna og mun stöðva framleiðslu vegna áhrifa af Covid-19. mbl.is/Hari

Kís­il­verk­smiðja PCC á Bakka hef­ur ákveðið að stöðva tíma­bundið fram­leiðslu sína vegna veru­legra nei­kvæðra áhrifa á verð og eft­ir­spurn kís­il­málms á heims­markaði. Er það rakið til áhrifa frá kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. Þá verður stór­um hluta starfs­fólks fyr­ir­tæk­is­ins sagt upp.

Fram­leiðslan verður stöðvuð þangað til markaður­inn nær sér á strik á ný. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

Þar seg­ir að í lok júlí verði slökkt á báðum ofn­um verk­smiðjunn­ar, en starfs­menn og trúnaðar­menn þeirra hafa verið upp­lýst­ir um ákvörðun­ina.

Ítrekað er að um tíma­bundn­ar aðgerðir sé að ræða og að fé­lagið geri ráð fyr­ir að end­ur­ráða starfs­fólk þegar fram­leiðslan fari af stað.

Haft er eft­ir Rún­ari Sig­urpáls­syni, for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, að ekki hafi fund­ist önn­ur leið. „Það var erfitt að taka þessa ákvörðun og hefðum við fundið raun­hæfa leið til að forðast upp­sagn­ir hefðum við farið hana. Ég er hins veg­ar viss um að heims­markaður­inn muni taka við sér að nýju. Þegar það ger­ist mun­um við setja upp­gerða verk­smiðjuna aft­ur í gang og ráða aft­ur eins margt af fólk­inu okk­ar og við get­um.“

Á meðan slökkt verður á ofn­un­um verður viðhaldi og end­ur­bót­um á hreinsi­virki sinnt. Það fel­ur meðal ann­ars í sér að hluti þaks­ins verður fjar­lægður og nýj­um tækja­búnaði komið fyr­ir. Þess­ari viðhalds- og end­ur­bóta­vinnu ætti að vera lokið í ág­ústlok 2020.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK